Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Skólanefnd Brekkuskóla og frístundaráð bæjarins deila um fyrirkomulag íþróttakennslu. Fréttablaðið/Pjetur Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira