Hver á ákvörðunarréttinn? Lovísa Líf Jónsdóttir skrifar 9. maí 2019 14:00 Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þungunarrof Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun