Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Ásgeir Böðvarsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun