Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 14:30 Landeyjahöfn hefur verið lokuð frá því um miðjan desember. Stefnt er að því að Herjólfur sigli þangað í fyrsta sinn á árinu á fimmtudag klukkan 7. Vísir/Óskar P. Friðriksson Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira