Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 13:30 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00