Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 13:30 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00