Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2019 18:37 Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda
Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira