Þrettán hafa verið handteknir á Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2019 22:45 Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. AP/Chamila Karunarathne Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
„Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54
Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00