Að minnsta kosti 290 látnir Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 09:14 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka Vísir/Getty Að minnsta kosti 290 manns fórust í átta sprengjuárásum í Srí Lanka á páskadag. Þetta staðfesta þarlend yfirvöld í dag en 24 hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna. Árásirnar voru gerðar á kirkjur, hótel og fleiri byggingar í Srí Lanka en ekki er vitað hver ber ábyrgð á þeim. Að minnsta kosti 500 eru slasaðir en 35 þeirra sem létust eru erlendir ríkisborgarar. Um er að ræða mannskæðustu árás í Srí Lanka síðan borgarastyrjöldinni þar í landi lauk árið 2009. Forsætisráðherra Srí Lanka, Ranil Wickremesinghe, sagði í gær að upplýsingar hefðu legið fyrir um mögulegar árásir en ekkert hefði verið aðhafst vegna þeirra. Útgöngubann var sett á í gær sem gildir til þriðjudags. Fyrsta tilkynning um árásir barst um klukkan korter í níu að morgni að staðartíma í Srí Lanka í gær. Þrjár kirkjur í Negombo, Batticaloa og Kochchikade voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á ódæðismönnum á páskadag. Sprengingar áttu sér einnig stað í Shangri-La, Kingsbury og Cinnamon Grand hótelunum í höfuðborg landsins. Allar sprengingarnar voru framkvæmdar af sjálfsvígsprengjuárásarmönnum. Lögreglan var kölluð út í framhaldi af því og gerði áhlaup á tvo staði þar sem sprengingar áttu sér stað í kjölfarið. Önnur þeirra var í Dehiwala, í suður Colombo, en hin nærri Dematagoda í Colombo þar sem þrír lögreglumenn fórust. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir ríkisstjórn Srí Lanka hafa beðið íbúa um að geta sér ekki til um hver var að verki og takmarkað aðgang að samfélagsmiðlum í skugga árásanna. Engar upplýsingar hafa verið veittar um þá 24 sem eru í haldi. Fréttamaður BBC í Colombo í Srí Lanka, Azzam Ameen, segir þó að umræða sé þar í landi um að árásarmennirnir hafi tilheyrt herskáum hópi öfgaíslamista. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Að minnsta kosti 290 manns fórust í átta sprengjuárásum í Srí Lanka á páskadag. Þetta staðfesta þarlend yfirvöld í dag en 24 hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna. Árásirnar voru gerðar á kirkjur, hótel og fleiri byggingar í Srí Lanka en ekki er vitað hver ber ábyrgð á þeim. Að minnsta kosti 500 eru slasaðir en 35 þeirra sem létust eru erlendir ríkisborgarar. Um er að ræða mannskæðustu árás í Srí Lanka síðan borgarastyrjöldinni þar í landi lauk árið 2009. Forsætisráðherra Srí Lanka, Ranil Wickremesinghe, sagði í gær að upplýsingar hefðu legið fyrir um mögulegar árásir en ekkert hefði verið aðhafst vegna þeirra. Útgöngubann var sett á í gær sem gildir til þriðjudags. Fyrsta tilkynning um árásir barst um klukkan korter í níu að morgni að staðartíma í Srí Lanka í gær. Þrjár kirkjur í Negombo, Batticaloa og Kochchikade voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á ódæðismönnum á páskadag. Sprengingar áttu sér einnig stað í Shangri-La, Kingsbury og Cinnamon Grand hótelunum í höfuðborg landsins. Allar sprengingarnar voru framkvæmdar af sjálfsvígsprengjuárásarmönnum. Lögreglan var kölluð út í framhaldi af því og gerði áhlaup á tvo staði þar sem sprengingar áttu sér stað í kjölfarið. Önnur þeirra var í Dehiwala, í suður Colombo, en hin nærri Dematagoda í Colombo þar sem þrír lögreglumenn fórust. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir ríkisstjórn Srí Lanka hafa beðið íbúa um að geta sér ekki til um hver var að verki og takmarkað aðgang að samfélagsmiðlum í skugga árásanna. Engar upplýsingar hafa verið veittar um þá 24 sem eru í haldi. Fréttamaður BBC í Colombo í Srí Lanka, Azzam Ameen, segir þó að umræða sé þar í landi um að árásarmennirnir hafi tilheyrt herskáum hópi öfgaíslamista.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira