Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 13:43 Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna Björgunar. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Fyrirtækið Björgun hefur hafið dýpkun í Landeyjarhöfn að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú þegar er gröfupramminn Reynir í höfninni og efnisflutningapramminn Pétur mikli á leið þangað ásamt dæluskipinu Dísu.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að hann skildi ekki af hverju fyrirtækið Björgun væri ekki byrjað að dýpka höfnina því góð skilyrði hefðu verið til að gera það frá því í gærkvöldi. Dýpi hafnarinnar var mælt í gær og mældist 3,7 metrar en ferjan Herjólfur ristir 4,2 metra og því mikið verk fyrir höndum til að gera höfnina nógu djúpa. Lárus Dagur Pálsson segir skip Björgunar á leið í höfnina og vonast til að nú fáist ágætis friður frá veðrinu til að dýpka höfnina. Undanfarið hefur mjög mikil ölduhæð og vont veður gert þeim erfitt fyrir en þó náðu starfsmennirnir að fjarlægja 16 þúsund rúmmetra af efni úr höfninni í síðustu törn. Björgun er skylt að dýpka höfnina þegar veður leyfir sama hvenær dags og á hvaða degi sem er en Pétur Matthíasson sagði við RÚV að hann hefði engin svör fengið frá Björgun hvers vegna fyrirtækið hefði ekki hafið störf. Sagði Pétur að ekki hefði náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins. Sagði hann Vegagerðina ætla að skoða stöðu sína og hvort þetta væri brot á samningi. „Ég veit ekki af hverju hann hringdi ekki í mig,“ segir Lárus Dagur en bendir á að verkefnisstjóri Björgunar hafi verið á ferðalagi utan þjónustusvæðis. Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fyrirtækið Björgun hefur hafið dýpkun í Landeyjarhöfn að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú þegar er gröfupramminn Reynir í höfninni og efnisflutningapramminn Pétur mikli á leið þangað ásamt dæluskipinu Dísu.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að hann skildi ekki af hverju fyrirtækið Björgun væri ekki byrjað að dýpka höfnina því góð skilyrði hefðu verið til að gera það frá því í gærkvöldi. Dýpi hafnarinnar var mælt í gær og mældist 3,7 metrar en ferjan Herjólfur ristir 4,2 metra og því mikið verk fyrir höndum til að gera höfnina nógu djúpa. Lárus Dagur Pálsson segir skip Björgunar á leið í höfnina og vonast til að nú fáist ágætis friður frá veðrinu til að dýpka höfnina. Undanfarið hefur mjög mikil ölduhæð og vont veður gert þeim erfitt fyrir en þó náðu starfsmennirnir að fjarlægja 16 þúsund rúmmetra af efni úr höfninni í síðustu törn. Björgun er skylt að dýpka höfnina þegar veður leyfir sama hvenær dags og á hvaða degi sem er en Pétur Matthíasson sagði við RÚV að hann hefði engin svör fengið frá Björgun hvers vegna fyrirtækið hefði ekki hafið störf. Sagði Pétur að ekki hefði náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins. Sagði hann Vegagerðina ætla að skoða stöðu sína og hvort þetta væri brot á samningi. „Ég veit ekki af hverju hann hringdi ekki í mig,“ segir Lárus Dagur en bendir á að verkefnisstjóri Björgunar hafi verið á ferðalagi utan þjónustusvæðis.
Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira