Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2019 14:38 Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum. Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum.
Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30