Frá aðgerðum slökkviliðsmanna við Vallarás.Vísir/Jóhannk
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins upp úr klukkan fjögur vegna reyks í fjölbýlishúsi við Vallarás í Árbæ. Slökkviliðsmenn fóru á vettvang en iðnaðarmenn höfðu verið að störfum við viðgerð á lyftuhúsi í fjölbýlishúsinu. Ekki er talið að eldur hafi kviknað.
Slökkviliðsmenn mátu það svo að ekki þyrfti að rýma húsið en íbúar voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan húsið var reykræst.
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangiVísir/JóhannK„Það rauk þarna út úr stjórnrými lyftunnar og það hefur eitthvað brunnið yfir í stjórnborði lyftunnar. Við náðum að halda stigagangi reykfríum og notuðum yfrþrýstingsblásara til þess að blása loftinu út rétta leiðþannig aðþað færi ekki inn í stigaganginn,“ sagði Óttar karlsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem stýrði aðgerðum á vettvangi.
Kom til þess aðþaðþyrfti að rýma?
„Nei í rauninni ekki,“ sagði Óttar.
Það er búið að vera svolítið að gera hjá ykkur undanfarið?
„Já bara töluvert. Þetta er held ég fjórða útkallið hjá okkur á stöðinni upp í Mosfellsbæ,“ sagði Óttar