Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. apríl 2019 18:30 Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja Sjálands, segir nauðsynlegt að efla baráttuna gegn hatursglæpum. Vísir/Friðrik „Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
„Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent