Best fyrir börnin - greinin í heild sinni Sigríður Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun