Myndskeið af árásarmanni birt Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:37 Eitt fórnarlamba árásanna í Srí Lanka borið til grafar. Getty/Chamila Karunarathne Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30
Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06
Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09