Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 08:30 Harvey Weinstein sést hér yfirgefa dómshúsið í New York í janúar síðastliðnum eftir að hafa komið þá fyrir dómara. Getty/Atilgan Ozdil/Anadolu Agency Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02
Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41
Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58