Pútín segir dóm Bútínu hneyksli Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 17:42 Vladímír Pútín er nú staddur í Peking þar sem fundað er um hið gríðarstóra innviðaverkefni Kínverja, Belti og Braut. Getty/Mikhail Svetlov Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12