Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 11:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var mættur að plokka við Vesturlandsveg ásamt vöskum plokkurum. Vísir/Friðrik Þór Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór
Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira