Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2019 19:00 Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. Trond Einar Olaussen er bæjarstjóri í Gamvik og búsettur í miðbæ Mehamn rétt hjá þar sem Gísli Þór Þór Þórarinsson var skotinn til bana í gærmorgun. Hann segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ segir Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu í gær og var ákveðið að halda minningarstund í kirkjunni. „Við ákváðum að opna kirkjunna og margir mættu. Fólk grét og hughreysti hvort annað og það var mikill samhugur á svæðinu,“ segir Trond. Hann segir að margir Íslendingar búi hlutfallslega á svæðinu. „Íslendingar hafa komið hingað að vinna til dæmis í útgerðinni og við veiðar. Margir hafa fest hér rætur og eru mikilvægur hluti af samfélaginu hér,“ segir hann. Trond segir mikilvægt að íbúar haldi þétt utan um hvorn annan á þessum tímum. „Það er mikilvægt að við styðjum hvort annað og einkum þá sem eiga um hvað sárast að binda eftir þennan harmleik. Það mun taka tíma fyrir samfélagið að ná sér eftir þetta og þá er mikilvægt að tala við hvort annað og styðja og við erum það hér í Gamvik og Mehamn. Þetta er atburður sem snertir okkur öll,“ segir Trond að lokum. Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. Trond Einar Olaussen er bæjarstjóri í Gamvik og búsettur í miðbæ Mehamn rétt hjá þar sem Gísli Þór Þór Þórarinsson var skotinn til bana í gærmorgun. Hann segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ segir Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu í gær og var ákveðið að halda minningarstund í kirkjunni. „Við ákváðum að opna kirkjunna og margir mættu. Fólk grét og hughreysti hvort annað og það var mikill samhugur á svæðinu,“ segir Trond. Hann segir að margir Íslendingar búi hlutfallslega á svæðinu. „Íslendingar hafa komið hingað að vinna til dæmis í útgerðinni og við veiðar. Margir hafa fest hér rætur og eru mikilvægur hluti af samfélaginu hér,“ segir hann. Trond segir mikilvægt að íbúar haldi þétt utan um hvorn annan á þessum tímum. „Það er mikilvægt að við styðjum hvort annað og einkum þá sem eiga um hvað sárast að binda eftir þennan harmleik. Það mun taka tíma fyrir samfélagið að ná sér eftir þetta og þá er mikilvægt að tala við hvort annað og styðja og við erum það hér í Gamvik og Mehamn. Þetta er atburður sem snertir okkur öll,“ segir Trond að lokum.
Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent