Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 15:35 Konan var handtekin að morgni 10. nóvember. FBL/GVA Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34