Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:45 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira