Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Framboð kókaíns og styrkur hefur aukist síðustu ár. Nordicphotos/Getty „Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira