Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn eru að hefjast Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í síðustu viku. vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira