Minni líkur á friði eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Sigur Benjamíns Netanjahú og ísraelskra íhaldsflokka í þingkosningum veldur Palestínumönnum áhyggjum. vísir/getty Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent