Sakar Sjálfstæðisflokkinn um að reyna að fela hallarekstur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 17:37 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela "verulegan hallarekstur bæjarins“. Vísir/egill Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“ Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“
Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00