Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Sighvatur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 19:30 1600 tonna laug bíður mjaldranna í nýju sædýrasafni í Vestmannaeyjum. Vísir/Sighvatur Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent