Neysla ungmenna á kókaíni að aukast og verða hættulegri Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 11. apríl 2019 19:15 Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent