Brýnasta fjárfestingin Teitur Erlingsson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun