Hæstiréttur synjar um málskot vegna óvissu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. apríl 2019 07:15 Hæstiréttur synjaði beiðnum um málskot vegna óvissu. Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira