Par þrjú mótið á Masters er skemmtilegt og frjálslegt eins kvölds mót í aðdraganda Mastersmótsins og þar leyfa kylfingar sér að taka meiri áhættu og prófa hluti sem þeir reyna ekki á sjálfu Mastersmótinu.
Andrúmsloftið er afslappað og snýst líka um að bjóða áhorfendum upp á eitthvað aðeins öðruvísi en vanalega.
Frábært dæmi um þetta er það þegar JordanSpieth ákvað að reyna nýja leið til að koma golfkúlu inn á flöt.
Í stað þess að slá venjulega og láta kúluna svífa inn á flötina þá treysti Spieth á samvinnu við vatnið í tjörninni í kringum flötina.
Golfhöggið heppnaðist frábærlega og úr varð magnað högg. Golfskot JordanSpieth fleytti kellingar á vatninu og endaði upp á flöt rétt við holuna eins og sjá má hér fyrir neðan.
Walking on water. @JordanSpieth pulls off the trick shot. pic.twitter.com/MZJexIaHsk
— PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2019
Það má segja að JordanSpieth hafi þarna látið golfkúluna sína hreinlega labba á vatni.
Það ótrúlega við þetta golfhögg hans var að höggið hans endaði nær holunni en hjá þeim sem fóru hefðbundnari leið í að slá inn á flöt.
Auðvitað var þetta talsverð heppni enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður á vatni í stað grasflatar. JordanSpieth sýndi aftur á móti að hann gæti galdrað fram svona högg ef hann lendir einhvern tímann í sérstökum aðstæðum
JordanSpieth hafði ekki jafnmikla heppni með sér á fyrsta hringnum á Mastersmótinu þar sem hann endaði á þremur höggum yfir pari. Hann var strax kominn níu höggum á eftir efstu mönnum.
Mastersmótið er í beinni á Stöð 2 Golf og útsendingin frá öðrum degi hefst klukkan 19.00 í kvöld.