Sjáðu golfkúluna sem „labbaði“ á vatni á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 11:30 Það er létt og skemmtileg stemmning á par þrjú mótinu. Hér má sjá þá Justin Thomas, Rickie Fowler og Jordan Spieth með kylfusveinum/kærustum sínum. AP//Marcio Jose Sanchez Bandaríski kylfingurinn JordanSpieth bauð upp á ótrúlegt galdraskot á par þrjú móti Masters í vikunni. Par þrjú mótið á Masters er skemmtilegt og frjálslegt eins kvölds mót í aðdraganda Mastersmótsins og þar leyfa kylfingar sér að taka meiri áhættu og prófa hluti sem þeir reyna ekki á sjálfu Mastersmótinu. Andrúmsloftið er afslappað og snýst líka um að bjóða áhorfendum upp á eitthvað aðeins öðruvísi en vanalega. Frábært dæmi um þetta er það þegar JordanSpieth ákvað að reyna nýja leið til að koma golfkúlu inn á flöt. Í stað þess að slá venjulega og láta kúluna svífa inn á flötina þá treysti Spieth á samvinnu við vatnið í tjörninni í kringum flötina. Golfhöggið heppnaðist frábærlega og úr varð magnað högg. Golfskot JordanSpieth fleytti kellingar á vatninu og endaði upp á flöt rétt við holuna eins og sjá má hér fyrir neðan.Walking on water. @JordanSpieth pulls off the trick shot. pic.twitter.com/MZJexIaHsk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2019Það má segja að JordanSpieth hafi þarna látið golfkúluna sína hreinlega labba á vatni. Það ótrúlega við þetta golfhögg hans var að höggið hans endaði nær holunni en hjá þeim sem fóru hefðbundnari leið í að slá inn á flöt. Auðvitað var þetta talsverð heppni enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður á vatni í stað grasflatar. JordanSpieth sýndi aftur á móti að hann gæti galdrað fram svona högg ef hann lendir einhvern tímann í sérstökum aðstæðumJordanSpieth hafði ekki jafnmikla heppni með sér á fyrsta hringnum á Mastersmótinu þar sem hann endaði á þremur höggum yfir pari. Hann var strax kominn níu höggum á eftir efstu mönnum. Mastersmótið er í beinni á Stöð 2 Golf og útsendingin frá öðrum degi hefst klukkan 19.00 í kvöld. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn JordanSpieth bauð upp á ótrúlegt galdraskot á par þrjú móti Masters í vikunni. Par þrjú mótið á Masters er skemmtilegt og frjálslegt eins kvölds mót í aðdraganda Mastersmótsins og þar leyfa kylfingar sér að taka meiri áhættu og prófa hluti sem þeir reyna ekki á sjálfu Mastersmótinu. Andrúmsloftið er afslappað og snýst líka um að bjóða áhorfendum upp á eitthvað aðeins öðruvísi en vanalega. Frábært dæmi um þetta er það þegar JordanSpieth ákvað að reyna nýja leið til að koma golfkúlu inn á flöt. Í stað þess að slá venjulega og láta kúluna svífa inn á flötina þá treysti Spieth á samvinnu við vatnið í tjörninni í kringum flötina. Golfhöggið heppnaðist frábærlega og úr varð magnað högg. Golfskot JordanSpieth fleytti kellingar á vatninu og endaði upp á flöt rétt við holuna eins og sjá má hér fyrir neðan.Walking on water. @JordanSpieth pulls off the trick shot. pic.twitter.com/MZJexIaHsk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2019Það má segja að JordanSpieth hafi þarna látið golfkúluna sína hreinlega labba á vatni. Það ótrúlega við þetta golfhögg hans var að höggið hans endaði nær holunni en hjá þeim sem fóru hefðbundnari leið í að slá inn á flöt. Auðvitað var þetta talsverð heppni enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður á vatni í stað grasflatar. JordanSpieth sýndi aftur á móti að hann gæti galdrað fram svona högg ef hann lendir einhvern tímann í sérstökum aðstæðumJordanSpieth hafði ekki jafnmikla heppni með sér á fyrsta hringnum á Mastersmótinu þar sem hann endaði á þremur höggum yfir pari. Hann var strax kominn níu höggum á eftir efstu mönnum. Mastersmótið er í beinni á Stöð 2 Golf og útsendingin frá öðrum degi hefst klukkan 19.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira