Sjáðu golfkúluna sem „labbaði“ á vatni á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 11:30 Það er létt og skemmtileg stemmning á par þrjú mótinu. Hér má sjá þá Justin Thomas, Rickie Fowler og Jordan Spieth með kylfusveinum/kærustum sínum. AP//Marcio Jose Sanchez Bandaríski kylfingurinn JordanSpieth bauð upp á ótrúlegt galdraskot á par þrjú móti Masters í vikunni. Par þrjú mótið á Masters er skemmtilegt og frjálslegt eins kvölds mót í aðdraganda Mastersmótsins og þar leyfa kylfingar sér að taka meiri áhættu og prófa hluti sem þeir reyna ekki á sjálfu Mastersmótinu. Andrúmsloftið er afslappað og snýst líka um að bjóða áhorfendum upp á eitthvað aðeins öðruvísi en vanalega. Frábært dæmi um þetta er það þegar JordanSpieth ákvað að reyna nýja leið til að koma golfkúlu inn á flöt. Í stað þess að slá venjulega og láta kúluna svífa inn á flötina þá treysti Spieth á samvinnu við vatnið í tjörninni í kringum flötina. Golfhöggið heppnaðist frábærlega og úr varð magnað högg. Golfskot JordanSpieth fleytti kellingar á vatninu og endaði upp á flöt rétt við holuna eins og sjá má hér fyrir neðan.Walking on water. @JordanSpieth pulls off the trick shot. pic.twitter.com/MZJexIaHsk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2019Það má segja að JordanSpieth hafi þarna látið golfkúluna sína hreinlega labba á vatni. Það ótrúlega við þetta golfhögg hans var að höggið hans endaði nær holunni en hjá þeim sem fóru hefðbundnari leið í að slá inn á flöt. Auðvitað var þetta talsverð heppni enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður á vatni í stað grasflatar. JordanSpieth sýndi aftur á móti að hann gæti galdrað fram svona högg ef hann lendir einhvern tímann í sérstökum aðstæðumJordanSpieth hafði ekki jafnmikla heppni með sér á fyrsta hringnum á Mastersmótinu þar sem hann endaði á þremur höggum yfir pari. Hann var strax kominn níu höggum á eftir efstu mönnum. Mastersmótið er í beinni á Stöð 2 Golf og útsendingin frá öðrum degi hefst klukkan 19.00 í kvöld. Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn JordanSpieth bauð upp á ótrúlegt galdraskot á par þrjú móti Masters í vikunni. Par þrjú mótið á Masters er skemmtilegt og frjálslegt eins kvölds mót í aðdraganda Mastersmótsins og þar leyfa kylfingar sér að taka meiri áhættu og prófa hluti sem þeir reyna ekki á sjálfu Mastersmótinu. Andrúmsloftið er afslappað og snýst líka um að bjóða áhorfendum upp á eitthvað aðeins öðruvísi en vanalega. Frábært dæmi um þetta er það þegar JordanSpieth ákvað að reyna nýja leið til að koma golfkúlu inn á flöt. Í stað þess að slá venjulega og láta kúluna svífa inn á flötina þá treysti Spieth á samvinnu við vatnið í tjörninni í kringum flötina. Golfhöggið heppnaðist frábærlega og úr varð magnað högg. Golfskot JordanSpieth fleytti kellingar á vatninu og endaði upp á flöt rétt við holuna eins og sjá má hér fyrir neðan.Walking on water. @JordanSpieth pulls off the trick shot. pic.twitter.com/MZJexIaHsk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2019Það má segja að JordanSpieth hafi þarna látið golfkúluna sína hreinlega labba á vatni. Það ótrúlega við þetta golfhögg hans var að höggið hans endaði nær holunni en hjá þeim sem fóru hefðbundnari leið í að slá inn á flöt. Auðvitað var þetta talsverð heppni enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður á vatni í stað grasflatar. JordanSpieth sýndi aftur á móti að hann gæti galdrað fram svona högg ef hann lendir einhvern tímann í sérstökum aðstæðumJordanSpieth hafði ekki jafnmikla heppni með sér á fyrsta hringnum á Mastersmótinu þar sem hann endaði á þremur höggum yfir pari. Hann var strax kominn níu höggum á eftir efstu mönnum. Mastersmótið er í beinni á Stöð 2 Golf og útsendingin frá öðrum degi hefst klukkan 19.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira