Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 13:19 Sigurþóra Bergsdóttir ásamt ráðherrum á Grand Hótel í dag. stjórnarráðið Ríkisstjórn Íslands bauð upp á óvænta uppákomu á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fóls og uppbyggingu Bergsins á Grand Hótel í morgun. Þar mættu fimm ráðherrar beint ríkisstjórnarfundi þar sem samþykkt var að taka þátt í samstarfi um stofnun og rekstur þverfaglegs móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu ráðherrarnir verja 30 milljónum króna á ári til verkefnisins, þar með talið í formi stöðugilda. Einnig er gert ráð fyrir að leitað verði eftir stuðningi meðal fyrirtækja og annarra aðila sem bera samfélagslega ábyrgð. Tilraunaverkefnið fellur að áherslum stjórnvalda sem samhliða munu leggja aukna áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í heildarendurskoðun í þjónustu við börn þvert á ráðuneyti.Sigurþóra Bergsdóttir.Úrræðið, sem hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið, hefur gengið undir nafninu Bergið Headspace og er stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur og Dr. Sigrúnu Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri með stuðningi fleiri aðila. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Fyrirmyndir Headspace má finna í Ástralíu og Danmörku þar sem svipuð úrræði hafa gefið góða raun. Markmiðið er að auka og gera skilvirkari þjónustu við börn og ungmenni og reyna að tryggja að þau fái aðstoð sem fyrst. Lögð er áhersla á að einfalda ferlið og skapa vettvang þar sem börn og ungmenni geta haft samband við aðila sem veitir stuðning og ráðgjöf út frá þörfum hvers og eins og beinir málum þeirra í réttan farveg. Þá verður sérstaklega horft til tæknilausna og fjarþjónustu. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, var nítján ára gamall þegar hann fyrirfór sér fyrir þremur árum. Sigurþóra fékk þá hugmynd í fyrra að stofna samtök til að hjálpa fólki eins og syni sínum og fékk nýverið úthlutað húsnæði fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór sagði tilfinninguna ólýsanlega þegar stuðningur ríkisstjórnarinnar lá fyrir. „Hálf ríkisstjórnin mætti beint af ríkisstjórnarfundi á málþingið okkar í dag. Ég er ennþá með gæsahúð og þetta var ótrúlega falleg stund. Þetta lýsir líka vilja þeirra til að taka þátt og vinna að jákvæðum hlutum fyrir geðheilbrigði ungs fólks. Við getum sett allt á fullt núna og getum farið að fá inn fólk og skipuleggja starfsemina.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands bauð upp á óvænta uppákomu á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fóls og uppbyggingu Bergsins á Grand Hótel í morgun. Þar mættu fimm ráðherrar beint ríkisstjórnarfundi þar sem samþykkt var að taka þátt í samstarfi um stofnun og rekstur þverfaglegs móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu ráðherrarnir verja 30 milljónum króna á ári til verkefnisins, þar með talið í formi stöðugilda. Einnig er gert ráð fyrir að leitað verði eftir stuðningi meðal fyrirtækja og annarra aðila sem bera samfélagslega ábyrgð. Tilraunaverkefnið fellur að áherslum stjórnvalda sem samhliða munu leggja aukna áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í heildarendurskoðun í þjónustu við börn þvert á ráðuneyti.Sigurþóra Bergsdóttir.Úrræðið, sem hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið, hefur gengið undir nafninu Bergið Headspace og er stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur og Dr. Sigrúnu Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri með stuðningi fleiri aðila. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Fyrirmyndir Headspace má finna í Ástralíu og Danmörku þar sem svipuð úrræði hafa gefið góða raun. Markmiðið er að auka og gera skilvirkari þjónustu við börn og ungmenni og reyna að tryggja að þau fái aðstoð sem fyrst. Lögð er áhersla á að einfalda ferlið og skapa vettvang þar sem börn og ungmenni geta haft samband við aðila sem veitir stuðning og ráðgjöf út frá þörfum hvers og eins og beinir málum þeirra í réttan farveg. Þá verður sérstaklega horft til tæknilausna og fjarþjónustu. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, var nítján ára gamall þegar hann fyrirfór sér fyrir þremur árum. Sigurþóra fékk þá hugmynd í fyrra að stofna samtök til að hjálpa fólki eins og syni sínum og fékk nýverið úthlutað húsnæði fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór sagði tilfinninguna ólýsanlega þegar stuðningur ríkisstjórnarinnar lá fyrir. „Hálf ríkisstjórnin mætti beint af ríkisstjórnarfundi á málþingið okkar í dag. Ég er ennþá með gæsahúð og þetta var ótrúlega falleg stund. Þetta lýsir líka vilja þeirra til að taka þátt og vinna að jákvæðum hlutum fyrir geðheilbrigði ungs fólks. Við getum sett allt á fullt núna og getum farið að fá inn fólk og skipuleggja starfsemina.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15