Ætti að vera jafn auðvelt að fá hjálp og að fara á kaffihús Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. apríl 2019 08:00 Tilkynnt var um fjárstuðning ríkisstjórnar á málfundi Geðhjálpar á Grand Hóteli í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19