Fær skýrslu um starfsgetumat eftir páska Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 08:56 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels