Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 14:34 Doan Thi-Huong er þrítug að aldri. Getty Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó.
Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18