Þakklæðning á hárri byggingu á Keflavíkurflugvelli að fjúka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. apríl 2019 22:35 Mynd úr safni Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51