Þakklæðning á hárri byggingu á Keflavíkurflugvelli að fjúka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. apríl 2019 22:35 Mynd úr safni Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51