Efast ekki um að yfirdeild MDE fallist á sjónarmið Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2019 12:42 Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. fréttablaðið/anton brink Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15