
Kyrravika
Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er.
Þær greinar sem þarna eru afhoggnar hvern pálmasunnudag þroskast í kyrrð þessarar viku og rísa svo upp áður en sjálfur frelsarinn rís upp frá dauðum, rísa upp sem krosstréð þar sem hann gefur upp öndina. Pálmarnir sem fólkið stendur með í höndunum og kastar frá sér Jesú til dýrðar verða að aftökutæki. Vítisvél.
Þetta er ljót mynd. En þannig er sagan. Og þegar sagan birtir okkur ljóta mynd er óvitlaust að róa sig aðeins og hugsa sinn gang; íhuga.
Íhuga hvernig sama fólkið – að stórum hluta – gat umturnast í múgæsing og spennu mannlegra vélráða á nokkrum tugum klukkustunda, frá því að fagna með pálmagreinum yfir í að hrópa: „Krossfestu hann!“
Það var fólk sem hrópaði „krossfestu hann“, það var fólk sem krossfesti hann.
Þess vegna, kyrravika. Íhuga hvað?
Jú, til dæmis það fyrir hvað við lifum. Hvað við ræktum. Hvað við gerum með pálmann sem við stöndum með í höndunum dag hvern – eða ekki. Fyrir hvers fætur við köstum honum, eða fyrir hvers fætur við köstum okkur? Íhuga hvernig það hefur leikið okkur að trúa á menn.
Hugsa um djöfulskapinn sem mannskepnan hefur staðið að í gegnum tíðina, gegn mönnum jafnt sem náttúru. Um vítisvélarnar sem maðurinn hefur uppfundið. Um bölið sem við búum okkur til. Um það sem við gloprum út úr lúkunum, eyðileggjum, brjótum gegn. Íhugum allt það sem hrekur okkur út í það horn að spyrja:
Guð, því lætur þú þetta gerast?
Skoðun

Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu
Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Sjómenn til hamingju!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Leyfum mennskunni að sigra
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Fjölskyldan fyrst
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar