Kyrravika Guðmundur Brynjólfsson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn.“ (Mt 21:8) Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er. Þær greinar sem þarna eru afhoggnar hvern pálmasunnudag þroskast í kyrrð þessarar viku og rísa svo upp áður en sjálfur frelsarinn rís upp frá dauðum, rísa upp sem krosstréð þar sem hann gefur upp öndina. Pálmarnir sem fólkið stendur með í höndunum og kastar frá sér Jesú til dýrðar verða að aftökutæki. Vítisvél. Þetta er ljót mynd. En þannig er sagan. Og þegar sagan birtir okkur ljóta mynd er óvitlaust að róa sig aðeins og hugsa sinn gang; íhuga. Íhuga hvernig sama fólkið – að stórum hluta – gat umturnast í múgæsing og spennu mannlegra vélráða á nokkrum tugum klukkustunda, frá því að fagna með pálmagreinum yfir í að hrópa: „Krossfestu hann!“ Það var fólk sem hrópaði „krossfestu hann“, það var fólk sem krossfesti hann. Þess vegna, kyrravika. Íhuga hvað? Jú, til dæmis það fyrir hvað við lifum. Hvað við ræktum. Hvað við gerum með pálmann sem við stöndum með í höndunum dag hvern – eða ekki. Fyrir hvers fætur við köstum honum, eða fyrir hvers fætur við köstum okkur? Íhuga hvernig það hefur leikið okkur að trúa á menn. Hugsa um djöfulskapinn sem mannskepnan hefur staðið að í gegnum tíðina, gegn mönnum jafnt sem náttúru. Um vítisvélarnar sem maðurinn hefur uppfundið. Um bölið sem við búum okkur til. Um það sem við gloprum út úr lúkunum, eyðileggjum, brjótum gegn. Íhugum allt það sem hrekur okkur út í það horn að spyrja: Guð, því lætur þú þetta gerast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn.“ (Mt 21:8) Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er. Þær greinar sem þarna eru afhoggnar hvern pálmasunnudag þroskast í kyrrð þessarar viku og rísa svo upp áður en sjálfur frelsarinn rís upp frá dauðum, rísa upp sem krosstréð þar sem hann gefur upp öndina. Pálmarnir sem fólkið stendur með í höndunum og kastar frá sér Jesú til dýrðar verða að aftökutæki. Vítisvél. Þetta er ljót mynd. En þannig er sagan. Og þegar sagan birtir okkur ljóta mynd er óvitlaust að róa sig aðeins og hugsa sinn gang; íhuga. Íhuga hvernig sama fólkið – að stórum hluta – gat umturnast í múgæsing og spennu mannlegra vélráða á nokkrum tugum klukkustunda, frá því að fagna með pálmagreinum yfir í að hrópa: „Krossfestu hann!“ Það var fólk sem hrópaði „krossfestu hann“, það var fólk sem krossfesti hann. Þess vegna, kyrravika. Íhuga hvað? Jú, til dæmis það fyrir hvað við lifum. Hvað við ræktum. Hvað við gerum með pálmann sem við stöndum með í höndunum dag hvern – eða ekki. Fyrir hvers fætur við köstum honum, eða fyrir hvers fætur við köstum okkur? Íhuga hvernig það hefur leikið okkur að trúa á menn. Hugsa um djöfulskapinn sem mannskepnan hefur staðið að í gegnum tíðina, gegn mönnum jafnt sem náttúru. Um vítisvélarnar sem maðurinn hefur uppfundið. Um bölið sem við búum okkur til. Um það sem við gloprum út úr lúkunum, eyðileggjum, brjótum gegn. Íhugum allt það sem hrekur okkur út í það horn að spyrja: Guð, því lætur þú þetta gerast?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun