Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 10:39 Hafísinn á Beringshafi hefur verið með minnsta móti í vetur sem hefur verið einstaklega hlýr í Alaska. AP/Marc Lester Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58