Gunnar um olnbogann: „Teygi mig allt of mikið út í hendina á honum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:00 Edwards veitir Gunnari ógurlegt högg með olnboga sínum þannig að stórsá á íslensku kempunni. Vísir/Getty Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00
Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00
Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti