Ógæfumenn brutust inn og sukkuðu í sumarhúsi í þrjá daga: „Þetta er rosalega óþægilegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 13:00 Sumarhúsið sem um ræðir. Mynd/Jón Víðir Hauksson Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“ Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“
Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira