Fótbolti

Roma bannar leikmönnum að taka mynd af sér með Drake

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aubameyang hitti Drake og tapaði svo næsta leik
Aubameyang hitti Drake og tapaði svo næsta leik skjáskot/instagram
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Roma hefur bannað leikmönnum sínum að taka myndir af sér með rapparanum Drake vegna hræðslu við Drake-bölvunina.

Drake er hæfileikaríkur maður en það virðist liggja bölvun yfir honum því hver sá íþróttamaður sem fær mynd af sér með rapparanum tapar næsta leik.

Paris Saint-Germain er með algjöra yfirburði í frönsku deildinni en tapaði illa fyrir Lille, 5-1, á dögunum. Tapið var mjög óvænt þar til upp komst að Layvin Kurzawa birti mynd af sér með Drake nokkrum dögum fyrr.

Roma er í harðri baráttu um að ná í Meistaradeildarsæti á næsta tímabili og má ekki við því að missa af stigum. Því hefur leikmönnum félagsins verið bannað að taka mynd af sér með Drake.

 

Roma lýsti banninu yfir á Twitterskjáskot/twitter
Augljóst er að þetta er allt góðhjartað grín, en Drake er búinn að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu og hafa margir orðið fyrir barðinu á bölvuninni.

Paul Pogba fékk mynd af sér með Drake, stuttu seinna tapaði Manchester United fyrir Wolves í bikarnum. Pierre-Emerick Aubameyang fór að sjá rapparann og svo tapaði Arsenal fyrir Everton.

Sergio Aguero hitti Drake og fékk mynd af sér með honum. Í næsta leik klúðraði hann vítaspyrnu og Manchester City tapaði fyrir Tottenham í Meistaradeildinni.

Fólk má hafa sínar skoðanir á því hvort bölvunin sé raunverulega til, en tilfellin fara að verða of mörg til þess að líta framhjá henni. Aðrir sem hafa orðið fyrir barðinu á henni eru til dæmis Serena Williams, Toronto Raptors og Conor McGregor.


Tengdar fréttir

Bölvun Drake lifir enn

Íþróttalið og íþróttamenn vestanhafs munu líklega afþakka stuðning kanadíska rapparans Drake næstu árin enda tapa allir sem hann heldur með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×