Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 20:28 Í sjónvarpsávarpi hvatti Macron þjóð sína til dáða í að endurreisa fallið þjóðartáknið Notre-Dame. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38