Bað nágranna að njósna um fyrrverandi sambýliskonu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:34 Konan lýsti ítrekuðu ofbeldi mannsins í sinn garð. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira