Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon sem vann mikilvægan sigur á Rennes, 3-2, í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Dijon er núna fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðin fyrir ofan eiga leik til góða á Dijon.
Í síðustu þremur leikjum hefur Dijon náð í sjö stig af níu mögulegum. Rúnar Alex var í markinu í öllum þessum leikjum.
Wesley Said skoraði sigurmark Dijon í leiknum í kvöld þegar sjö mínútur voru eftir Þetta var í þriðja sinn sem Dijon komst yfir í leiknum en í fyrri tvö skiptin jafnaði Rennes.
Í síðustu fimm umferðunum mætir Dijon Caen (úti), Nantes (úti), Strasbourg (heima), Paris Saint-Germain (úti) og Toulouse (heima).
