Reyna að landa samningum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2019 10:27 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Egill Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38
Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33
Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13