Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2019 16:43 Hollenska flugfélagið stekkur til eftir fall WOW og býður uppá ódýrt flug milli KEF og Evrópu. Hollenska flugfélagið Transavia hefur boðað flug milli Schiphol-flugvallar í Hollandi og Keflavíkur. Flug hefst 5. júlí næstkomandi. Hollendingarnir segja í tilkynningu sem þeir birtu á vef sínum fyrir stundu að þeir hyggist ætla að mæta eftirspurn sem skapist með falli WOW air. Þessar áætlanir með flug til Keflavíkur tengjast svo samkeppni í flugi í Evrópu almennt.Ódýrir flugmiðar Hollendingarnir boða að flugmiðinn aðra leiðina muni kosta sem nemur 5.300 krónum aðra leið. Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem nánar er greint frá þessum áformum. Þar kemur fram að flugfélagið muni fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Að sama skapi gefur þetta Transavia tækifæri til þess að útvíkka leiðakerfi sitt til norðurs.Flugfreyja í vél Transavia fer yfir öryggisatriðin.Getty/Peter CharlesworthFlytja 15 milljón farþega árlega „Ákvörðun um flug Transavia til Keflavíkurflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Travel. „Við sjáum þetta sem gott tækifæri fyrir báða aðila og er útvíkkun á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyrar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er því að gera Ísland enn aðgengilegra,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Transavia Netherlands er hollenskt lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem hafði áður sýnt Íslandi áhuga sem vænlegur áfangastaður. „Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhuga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta er virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia í tilkynningu Isavia. Fréttir af flugi Holland WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Hollenska flugfélagið Transavia hefur boðað flug milli Schiphol-flugvallar í Hollandi og Keflavíkur. Flug hefst 5. júlí næstkomandi. Hollendingarnir segja í tilkynningu sem þeir birtu á vef sínum fyrir stundu að þeir hyggist ætla að mæta eftirspurn sem skapist með falli WOW air. Þessar áætlanir með flug til Keflavíkur tengjast svo samkeppni í flugi í Evrópu almennt.Ódýrir flugmiðar Hollendingarnir boða að flugmiðinn aðra leiðina muni kosta sem nemur 5.300 krónum aðra leið. Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem nánar er greint frá þessum áformum. Þar kemur fram að flugfélagið muni fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Að sama skapi gefur þetta Transavia tækifæri til þess að útvíkka leiðakerfi sitt til norðurs.Flugfreyja í vél Transavia fer yfir öryggisatriðin.Getty/Peter CharlesworthFlytja 15 milljón farþega árlega „Ákvörðun um flug Transavia til Keflavíkurflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Travel. „Við sjáum þetta sem gott tækifæri fyrir báða aðila og er útvíkkun á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyrar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er því að gera Ísland enn aðgengilegra,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Transavia Netherlands er hollenskt lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem hafði áður sýnt Íslandi áhuga sem vænlegur áfangastaður. „Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhuga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta er virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia í tilkynningu Isavia.
Fréttir af flugi Holland WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira