Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2019 18:15 Einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur og þjónar hjá WOW air fá ekki atvinnuleysisbætur séu þeir í fullu námi. WOW air Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind. WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind.
WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16
Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent