Banna reykingar í Disney-görðum Elín Albertsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:00 Það er alltaf mikið um dýrðir í Disney-garðinum í Orlando og skemmtilegar fígúrur á ferðinni. Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira