Mildum niðursveifluna Ingólfur Bender skrifar 3. apríl 2019 07:00 Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun