Mildum niðursveifluna Ingólfur Bender skrifar 3. apríl 2019 07:00 Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun