

Engu nær
Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt.
Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn.
Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið.
Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu.
Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum.
Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn.
Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða.
Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu.
Skoðun

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar